• Inniheldur 6 LEGO® City smáfígúrur, tvo geimfara, tvo vísindamenn, einn stjórnanda og einn tæknimann. Lítið vélmenni fylgir með.

• Settið er með nokkurra þrepa eldflaug, innblásna af NASA, sem hægt er að aðlaga á nokkra vegu og inniheldur geymslupláss og tvo stjórnklefa.

• Inniheldur einnig járnbraut og tvo bíla, eftirlitsturn með færanlegum glugga, tvö skrifborð með litlum skjám, stóran skjá fyrir niðurtalningu og eftirlit, rými fyrir farsíma, skotpall með örmum til að ræsa eldflaugina og rannsóknarsvæði á jörðinni með flís með sérstöku leynitákni.

• Aukahlutir eru tveir hjálmar með blárri augnhlíf, stækkunargler, skönnunartæki, flís með leynitákni, sög, skrúflykill, farsími, fjögur vatnsmerki, myndavél og kubbahaki.

• Lækkið hliðin til að stöðva bílana á járnbrautinni og hjálpið til við að klifra um borð eða úr bílnum.

• Miðið skannanum á litla vélmenninu yfir flísina á rannsóknarsvæðinu til að sjá leynitáknið.

• Settu farsíma í turninn til að upplifa gagnvirka spilamöguleika sem eru í boði með LEGO® City Explorers smáforritinu.

• Sleppið örmunum á skotpallinum til að ræsa eldflaugina af stað í geiminn.

• Notið LEGO® Life smáforritið til að nálgast leiðbeiningar. Hjálpið yngri krökkum með byggingarferlið og nýtið stillingarnar í smáforritinu til að sjá fyrir ykkur hvernig settið mun líta út.

• Smáforritið LEGO® Life er bæði fáanlegt fyrir iOS og Android. Fáið leyfi frá foreldrum áður smáforritinu er halað niður.

• Eldflaugin er 42 sm á hæð, 11 sm á breidd og 6 sm á dýpt.

• Geimsjónaukinn með lokuðum vængjum er 9 sm á lengd og 3 sm á breidd.

• Eftirlitsturninn er 18 sm á hæð, 13 sm á breidd og 13 sm á dýpt.

• Skotpallurinn með lokuðum örmum er 24 sm á hæð, 12 sm á breidd og 12 sm á dýpt.

• Járnbrautin er 8 sm á hæð, 36 dm á dýpt og 47 sm á breidd.

• LEGO® kubbarnir hafa í 60 ár farið í hæðstu alþjóðlegu gæðaprófanir til að uppfylla öryggisstaðla ásamt að tryggja að þeir haldi litum, formi og alltaf sé auðvelt að taka þá í sundur og byggja.

• LEGO® er gjöf sem endist lengi og kubbarnir eru þekktir fyrir að næstu kynslóðir geta leikið sér með þá og endurbyggt heiminn.