Greiðslumátar | Kubbabúðin.is

Greiðslumátar

Eftirfarandi greiðslumátar eru í boði á Kubbabudin.is

Greiðslukort

Greitt er með kreditkorti eða nýjum debetkortum með 16 stafa númerum. Greiðsla fer fram í gegnum greiðslugátt Valitor sem uppfyllir allar öryggiskröfur og PCI DDS öryggisstaðla.

Allar greiðslur fara í gegnum 3D Secure, sem er staðfestingaraðferð frá VISA og MasterCard til að auka öryggi í netviðskiptum fyrir söluaðila og korthafa.

Síminn Pay - Léttkaup

Pantanir yfir 15.000 kr. er hægt að greiða með Síminn Pay - Léttkaup.

Pay er greiðslulausn frá Símanum og er í boði fyrir alla. Appið virkar fyrir öll fjarskiptafyrirtæki og banka, og virkar því fyrir öll íslensk debet- og kreditkort. Með Síminn Pay getur þú dreift greiðslum í allt að 36 mánuði.

Appið er aðgengilegt öllum snjallsímum sem eru með Android eða iOS stýrikerfi.

Þú sækir um Léttkaupskort í Síminn Pay appinu og greiðir með því hjá söluaðilum. Þá hefur þú allt að 14 daga til að greiða fyrir vöruna í appinu eða dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði.