Lego forritun velmenna fyrir boern | Kubbabúðin.is

LEGO® Forritun vélmenna fyrir börn.

LEGO® Forritun vélmenna fyrir börn.

Kubbasett þar sem hægt er að forrita vélmenni er frábær leið að byggja, hanna og kóða sín eigin vélmenni. Þau geta verið sæt, svöl, hættuleg, nothæf, skemmtileg eða með góðar hreyfingar. Möguleikarnir eru endalausir!

Forritun og bygging vélmenna er skemmtilegt verkefni sem þau geta unnið sjálf, með vinum eða fengið smá aðstoð frá eldri með. 

Hverjir eru ávinningarnir af því að kenna börnum að forrita?

Hverjir eru ávinningarnir af því að kenna börnum að forrita?

Forritun fyrir börn þjálfar rökhugsun byggða á innsæi. Þau sjá tækifæri til þess að prófa það sem þeim dettur í hug og svara spurningunnni, hvað gerist ef ég geri þetta?

Tungumála hæfni.

Að læra forritunar kóða og HTML kóða er mjög svipað og að læra nýtt tungumál. Að þekkja grunnkóðun getur hjálpað börnum að skilja betur málfræði og setningar í öðrum tungumálum.

Hæfni til að skipuleggja og leysa vandamál.

Þegar þú lyftir hendinni upp að munninum til að fá þér vatnsglas, gerir þú það án þess að hugsa hvernig þú gerir það. Þegar börn reyna að forrita aðgerðir vélmenna, tölvu eða tölvuleiks þá læra þau að greina öll þessu litu smáatriði sem saman skapa stóru myndina.

Þau læra að búast við hindrunum, finna sniðugar flýtileiðir, eða bæta við óvæntum smáatriðum sem auka á upplifunina. 

Forvitni, sköpun og sjálfsöryggi.

Forvitni, sköpun og sjálfsöryggi.

Börn geta útbúið sjóræningjahelli, geimskip og dúkkuhús úr aðeins pappakössum og litum. Ímyndaðu þér hvað þau geta gert með forritun! Þegar börn læra forritun í tölvunni eða á snjalltæki þá er það ekki tilgangslaus skjátími. Þau læra nýja hluti og þjálfa með sér grunnþekkingu sem nýtist þeim í framtíðinni.

Framtíðin er sterkari með vísindum.

Grunnþekking í forritun getur hjálpað börnum að hafa meiri skilning á þeirri tækni sem þau gætu þurft að vinna með í framtíðinni. 

Hvernig geta börn lært að forrita með LEGO®?

LEGO® BOOST er byggjanlegt vélmenni sem hægt er að forrita. 

Börn 7 ára og eldri munu hafa gaman af því að byggja vélmenna kubbasett með fría LEGO® BOOST appinu, setja saman tæki og vopn og gæða vélmennin lífi til að leysa skemmtileg en jafnframt krefjandi verkefni með kóðun sem er auðveld í notkun.

Nánar um LEGO® BOOST hér.

LEGO® MINDSTORMS® er  byggjanlegt vélmenni þar sem hægt er að endurbyggja og forrita allt að 17 LEGO® vélmenni.

Notað er fría EVE3 Programming App til að stjórna og forrita vélmennin.

Nánar um LEGO® MINDSTORMS® hér.

LEGO® STAR WARS ™ eru þrjú byggjanleg vélmenni þar á meðal R2-D2 ™.

Börn 8 ára og eldri munu hafa gaman af því að byggja vélmenna kubbasett með fría LEGO® BOOST Star Wars™ appinu, setja saman tæki og vopn og gæða vélmennin lífi til að leysa skemmtileg en jafnframt krefjandi verkefni með kóðun sem er auðveld í notkun.

Nánar um LEGO® STAR WARS ™ hér.