LEGO® DREAMZzz™ er komið!

LEGO® DREAMZzz™ er komið!

LEGO® DREAMZzz™ er glæný lína frá LEGO þar sem draumar verða að veruleika og ímyndunaraflið sigrar allt! Hetjurnar okkar Mateo og Izzy eru ósköp venjulegir skólakrakkar sem rekast á draumaveröld – heim þar sem bókstaflega allt er til, bæði gott og slæmt – og þurfa þína hjálp við að skapa verur og farartæki til að bjarga saklausum dreymendum frá því að lenda í klónum á konungi martraðanna ... LEGO® DREAMZzz™ hentar börnum frá sex ára aldri og er frábær leið til að virkja ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn. Leiðbeiningarnar í hverjum pakka fylgja sögu sem gefur barninu möguleika á að velja hvernig byggingin þróast.

DREAMZzz þættir

DREAMZzz þættir

Á heimasíðu LEGO er hægt að horfa á LEGO® DREAMZzz™ þætti þar sem hópur ósköp venjulegra krakka fer inn í ótrúlegan draumaheim þar sem allt sem mann bara getur dreymt um er til! Þar er meðal annars tekið á svefnþjálfun barna, baráttu góðs og ills og alls konar málum sem upp geta komið í vinahópnum. Þetta er glæný lína frá LEGO og hún er ólík öllu því sem áður hefur komið frá fyrirtækinu. Þættina er einnig hægt að finna á Netflix og Amazon Prime.

Söguþráður og margbreytileiki

Söguþráður og margbreytileiki

Leiðbeiningarnar sem fylgja hverju setti líkjast helst teiknimyndasögu og fylgja sögu þannig að barnið getur algjörlega gleymt sér við að skoða leiðbeiningabæklinginn án þess að ljúka við bygginguna. Þegar það hefur svo lokið byggingunni er það komið með fallega veröld sem er allt öðruvísi en það sem það hefur áður byggt úr LEGO.​ DREAMZzz-settunum er hægt að kubba margvíslega og fer það eftir því hvort viðkomandi vilji kubba settið í raunheimum eða í draumheimum.