ICONS Loftfar Leonardos da Vinci | Kubbabúðin.is

ICONS Loftfar Leonardos da Vinci

LEGO10363

Hinn ítalski Leonardo da Vinci hélt mörgum boltum á lofti og var m.a. málari, myndhöggvari, arkitekt, vísindamaður og uppfinningamaður. Frægastur er hann líklega fyrir hið heimsfræga málverk sitt, Mona Lisa, en hans er líka minnst fyrir fjölmargar uppfinningar sem hann teiknaði myndir af en fæstar urðu þær að veruleika. Á 15. öld fylgdist da Vinci með flugi fugla og teiknaði í kjölfarið gervivæng. Í þessu setti getur þú sett saman loftfar da Vinci, sem einnig er kallað blakvængja, sem stendur á standi og til hliðar stendur da Vinci og virðir útkomuna fyrir sér.


  • Fyrir 18 ára og eldri
  • Fjöldi hluta: 493, 1 lítil fígúra
  • Stærð kassa: 28,2 x 26,2 x 5,9 cm
  • Þyngd: 570 g
  • Þema: LEGO Icons
  • ATH! Inniheldur smáhluti - haldið fjarri börnum 3ja ára og yngri
  • Framleiðandi: LEGO®