
Þemu

Disney™
Hér finnur þú uppáhalds LEGO® Disney™ persónurnar eins og t.d. Elsu, Öskubusku, Vaiana, Ariel og Garðabrúðu. Ef ykkur finnst kastalar, turnar, hestvagnar og fjársjóðskistur spennandi, þá finnurðu það sem þig langar í hér. Notaðu ímyndunaraflið og skapaðu þín eigin ævintýri eða endurgerðu söguþráð með eigin ívafi.
LEGO® Art
LEGO® Art settin eru fyrir reynda LEGO® aðdáendur og eru sérstaklega gerð fyrir þá sem hafa áhuga á list, tónlist og bíómyndum. Allt frá heimsþekktu tónlistarfólki til frægra bíómynda, þá eru settin svo falleg að það er viðeigandi að sýna þau heima eða í vinnunni. Hvert einasta sett kemur með leiðbeiningum, upplýsingabæklingi og tónverki til að dýpka og gera upplifunina skemmtilegri.
LEGO® Super Mario™
LEGO® Super Mario™ hjálpar þér að leika með uppáhalds tölvuleikinn þinn í LEGO®. Línan samanstendur af byrjendapakka, orkupökkum og persónupökkum og þú getur leikið með LEGO® Mario™ og LEGO® Luigi™, í baráttu við vondu kallana og við að safna peningum. Appið veitir svo enn skemmtilegri gagnvirka upplifun, ný rafræn tól og gefur þér allskonar skemmtilegar hugmyndir.
Technic™
LEGO® Technic er góð áskorun fyrir vana LEGO® aðdáendur. Hægt er að byggja flotta bíla með raunverulega og háþróaða gírkassa, vélar og stýrikerfi frá grunni. Hægt að nota LEGO® Technic™ CONTROL+ Appið til að stýra og stjórna bílnum. Þú getur nálgast LEGO® Technic™ CONTROL+ appið hér Google Play App store