Þemu

Architecture
LEGO® Architecture kynnir nokkrar af helstu byggingum heims, sem nú er hægt að byggja frá grunni. Allt frá þekktum byggingum til hugmyndaríkari valkosta, þá eru þessi sett frábær og sóma sér vel sem viðbót á skrifborðið, heimilið eða í leikherbergið.

Batman
Það er komin nótt í Gotham borg. Áhugamenn um LEGO® eru að gera sig tilbúna til að byggja Batman sett og og hjálpa uppáhalds hetjunni sinni, Batman að berjast við vondu kallana

City
LEGO® City er Lego heimur, þar sem hægt er að byggja raunverulegar borgir, vera lögga og ná vondum köllum, vera slökkviliðsmaður og slökkva elda og gera margt annað sem örvar ímyndunarafl þeirra sem kubba. 

Classic
Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn með LEGO® Classic legokubbunum. Innifalið í settunum eru nokkrar hugmyndir til að koma sér af stað. Öll fjölskyldan, bæði ungir og gamlir, geta haft gaman að þessum LEGO® Classic settum.

Creator 3-in-1
LEGO® Creator er hægt að byggja aftur og aftur, á þrjá mismunandi vegu og bjóða upp á endalausa skemmtun.

Creator Expert
Ef þig vantar áskorun, þá er LEGO® Creator Expert línan akkurat fyrir þig. Línan samanstendur af húsum, bílum, heimsþekktum byggingum, sögufrægum stöðum og árstíðarbundnum settum.

Disney™
Hér finnur þú uppáhalds LEGO® Disney™ persónurnar eins og t.d. Elsu, Öskubusku, Vaiana, Ariel og Garðabrúðu. Ef ykkur finnst kastalar, turnar, hestvagnar og fjársjóðskistur spennandi, þá finnurðu það sem þig langar í hér. Notaðu ímyndunaraflið og skapaðu þín eigin ævintýri eða endurgerðu söguþráð með eigin ívafi.

DOTS
LEGO® DOTS gefur ungum sem öldnum, tækifæri til að nota sköpunargáfuna og búa til flott armband og nota ímyndunaraflið til að skreyta allskonar skemmtilega hluti og heimilið.

DUPLO®
LEGO® DUPLO hefur í 50 ár hjálpað ungum byggjurum að þróa ímyndunaraflið og þroska fínhreyfingarnar.

Friends
LEGO® friends heimurinn sameinar klassískt Lego og þá daglegu hluti sem gerðir eru með vinum. LEGO® Friends samanstendur af fimm vinkonum, sem allar eiga krúttleg gæludýr og búa í fallegum og litríkum heimi, sem barnið á eftir að elska.

Frozen
LEGO® Disney Frozen leyfir þér að skapa aftur og aftur uppáhalds augnablikin þín úr frábæru Disney Frozen myndunum. Hér finnur þú allar uppáhalds persónurnar þínar úr Frozen og allt það sem þarf til að búa til skemmtilegan Frozen heim.

Harry Potter™
Ertu tilbúin fyrir næstu ævintýralegu töfra byggingu. Skoðaðu LEGO® Harry Potter™ settin og þú getur töfrað fram ævintýralegan heim og endurskapað uppáhalds augnablikin þín úr Harry Potter™ bíómyndunum. .

Ideas
LEGO® Ideas línan inniheldur LEGO sett sem voru valin af og búin til fyrir LEGO® aðdáendur. Settin í þessari línu eru öll búin til útfrá hugmyndum LEGO® aðdáenda og eru margbreytileg, skemmtileg og frumleg.

Jurassic World™
Það eru spennandi risaeðlur fyrir allan aldur í LEGO® Jurassic World™ settunum. Láttu ímyndunaraflið öskra og vertu hetjan eða skúrkurinn í þinni eigin sögu. Settin innihalda flotta bíla, rannsóknarstofur og marga fleiri skemmtilega hluti

LEGO® Art
LEGO® Art settin eru fyrir reynda LEGO® aðdáendur og eru sérstaklega gerð fyrir þá sem hafa áhuga á list, tónlist og bíómyndum. Allt frá heimsþekktu tónlistarfólki til frægra bíómynda, þá eru settin svo falleg að það er viðeigandi að sýna þau heima eða í vinnunni. Hvert einasta sett kemur með leiðbeiningum, upplýsingabæklingi og tónverki til að dýpka og gera upplifunina skemmtilegri.

LEGO® Super Mario™
LEGO® Super Mario™ hjálpar þér að leika með uppáhalds tölvuleikinn þinn í LEGO®. Línan samanstendur af byrjendapakka, orkupökkum og persónupökkum og þú getur leikið með LEGO® Mario™ og LEGO® Luigi™, í baráttu við vondu kallana og við að safna peningum. Appið veitir svo enn skemmtilegri gagnvirka upplifun, ný rafræn tól og gefur þér allskonar skemmtilegar hugmyndir.

MARVEL
Bæði ungar og eldri hetjur geta byggt eitthvað einstakt og skemmtilegt og upplifað einhverja af uppáhalds ofurhetjunum sínum í LEGO® Marvel™. Hægt er að vera hetjan sem bjargar heiminum frá Loka eða öðrum illmennum, eða vera illmennið !!!... Notaðu ímyndunaraflið með LEGO® Marvel™

Minecraft®
Örvum sköpunargáfuna með LEGO® Minecraft®, sem byggir á hinum sívinsæla leik Minecraft®. Hægt er að endurskapa heim Minecraft® með sínum einstöku persónum og umhverfi og nota ímyndunaraflið til að búa til einstaka Minecraft® sögu.

Minifigures
LEGO® Minifigures er upplagt sem smágjöf. Í hverjum einasta poka eru minifigure og aukahlutir, en maður veit ekki hvað maður fær fyrr en pokinn er opnaður. Hvað skyldi leynast í pokanum ?

Minions
Leikum með krúttlegu skósveinana hans Gru, með nýju LEGO® Minions settunum

NINJAGO®
LEGO NINJAGO® er spennandi heimur þar ninjur berjast gegn illum öflum. Taktu þátt í baráttunni gegn hinu illa og búðu til spennandi, fjölbreytt og skemmtileg ævintýri með LEGO NINJAGO®

Speed Champions
Börn á öllum aldri geta keyrt kappakstursbíla eins og McLaren, Porsche og Ferrari með LEGO® Speed ​​Champions settunum. Byggðu þinn eigin kappakstursbíl og kepptu við aðra bíla um sigurinn.

Spider-Man
Hægt er að fá LEGO® Spider-Man sett fyrir allan aldur og nota spiderman skynið sitt til að hjálpa uppáhalds ofurhetjunni sinni við að berjast gegn glæpum

Star Wars™
Frá vetrarbraut langt, langt í burtu ... kemur LEGO® Star Wars ™. Endurskapaðu fræga bardaga milli góðs og ills með geislasverðum, geimflaugum, sprengjum og flottum og sniðugum vopnum. Hægt er að fá allar uppáhalds Star Wars ™ persónurnar til að taka þátt í leiknum.

Technic™
LEGO® Technic er góð áskorun fyrir vana LEGO® aðdáendur. Hægt er að byggja flotta bíla með raunverulega og háþróaða gírkassa, vélar og stýrikerfi frá grunni. Hægt að nota LEGO® Technic™ CONTROL+ Appið til að stýra og stjórna bílnum. Þú getur nálgast LEGO® Technic™ CONTROL+ appið hér Google Play     App store